fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Áhugaverðar skírskotanir

Egill Helgason
Miðvikudaginn 22. febrúar 2012 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Horfði í gærkvöldi á merkilega mynd eftir Robert Redford sem er komin út á diski. Hún nefnist The Conspirator.

Myndin fjallar um réttarhöldin yfir samsærismönnum sem stóðu að tilræðinu við Abraham Lincoln forseta 1865.

Sjónum er einkum beint að konunni Mary Surrat, en hún rak gistiheimili í Washington þar sem samsærismenn voru gestir.

Mary Surrat var að lokum hengd fyrir aðild sína að tilræðinu. Ef marka má myndina er hugsanlegt að það hafi verið dómsmorð.

En myndin fjallar reyndar um fleira – hún er nefnilega full af skírskotunum í nútímann, og hvernig gengið hefur verið á borgaraleg og stjórnarskrárbundin réttindi í Bandaríkjunum síðustu árin – eftir 11/9.

 

Úr The Conspirator: Samsærismenn hengdir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina