fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Bolludagur og feiti þriðjudagurinn

Egill Helgason
Mánudaginn 20. febrúar 2012 17:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á frönsku heitir kjötkveðjuhátið mardi gras.

Þetta þýðir einfaldlega feiti þriðjudagurinn.

Sbr. sprengidagur á íslensku – það er síðasti dagurinn sem má borða kjöt fyrir lönguföstu.

Við höfum líka orðið karnival.

Það hefur verið íslenskað sem kjötkveðjuhátíð – sem er giska nákvæm þýðing á latneska orðinu carnevale.

Carne – kjöt.

Vale – kveðja.

Svo höfum við bolludag og öskudag. Um daginn heyrði ég Íslending reyna að skýra út fyrir danskri konu hvað þessir dagar væru.

Það var ekki erfitt – því hefðirnar tengdar þessum dögum eru meira og minna komnar frá Danmörku eins og svo margt í okkar menningu. Flestir bakarar á Íslandi í lok 19. aldar voru af dönskum ættum og það voru þeir sem komu með bollurnar hingað.

Þetta eru bollurnar sem mér var boðið upp á í dag – undurlétt deig að frönskum hætti, ekki franskbrauð með rjóma eins og manni finnst bollurnar stundum vera.

Jú, ég veit ég hef ekki gott af þessu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina