fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Áróður og aftur áróður

Egill Helgason
Laugardaginn 27. október 2012 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson var og er fyrst og fremst áróðursmaður. Hann hefur alltaf hrærst í heimi þar sem áróður er númer eitt, tvö og þrjú. Hann er ekki hugsuður eða maður hugmynda, hann efast ekki og er ófær um að sjá að hann hafi sjálfur gert rangt. Þegar hugmyndafræði sem hefur verið ríkjandi bíður hnekki hefur hann mjög lítið til málanna að leggja annað en að rífast. Fyrir honum er lífið samfellt áróðursstríð þar sem menn eru sífellt að reyna að hafa andstæðinga, meinta eða raunverulega, undir eða klekkja á þeim.

Hann skilur einfaldlega ekki þá sem reyna að nálgast mál með gagnrýnu hugarfari – eða einfaldlega af forvitni – og eru ekki alltaf í áróðursstríði. Þess vegna hefur hann til dæmis ekki hugmynd um hvernig fjölmiðlar starfa í rauninni – fyrir honum eru þeir áróðurstæki sem eru notuð til að hamast á andstæðingum eða til að búa til vígstöðu.

Skrif hans í Morgunblaðið verður að skoða í þessu ljósi. En um leið finnur maður til ákveðinnar samkenndar með blaðamönnunum á Mogga. Það má minna á að á sínum tíma var Davíð ákaflega uppsigað við Morgunblað Styrmis Gunnarssonar – rétt eins og honum er nú við aðra fjölmiðla. Blað Styrmis var nefnilega alvöru – en þá var gerður út maður af flokkskontórnum til að gera hann óskaðlegan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu