fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Allt upp í loft í stjórnarflokkunum á afmæli Búsáhaldabyltingarinnar

Egill Helgason
Laugardaginn 21. janúar 2012 18:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkileg staða á þriggja ára afmæli Búsáhaldabyltingarinnar – sem farið er að kalla Pottaglamrið í Mogganum – að flokkanir sem tóku við völdum eftir hana séu að springa innanfrá.

Þrír þingmenn hafa þegar farið úr VG, það er eiginlega ekki hægt að ímynda sér þeir sem eftir eru geti starfað saman lengur. Fullur fjandskapur virðist vera á milli Steingrímsliðins og þeirra sem eru í hópi Ögmundar Jónassonar. Það er vandséð að flokkurinn geti haldið saman í óbreyttri mynd fram að kosningum.

Samfylkingin virtist sæmilega heillegur flokkur framan af í stjórnarsamstarfinu, en það er liðin tíð. Mikil óánægja er með Jóhönnu Sigurðardóttur í ákveðnum hópi – meira að segja forseti þingsins, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, gekk úr liði flokksformannsins í gær, en Sigmundur Ernir Rúnarsson virðist hafa gert ráðstafanir til að ekki væri hægt að kalla inn varaþingmann fyrir hann. Össur mætti svo á síðustu stundu og greiddi atkvæði gegn frávísunartillögunni.

Ríkisstjórnin tórir þó enn, Össur segir að þetta mál muni ekki sprengja hana, en það er ekki vegna eindrægninnar innan hennar, heldur fremur vegna skorts á valkostum, ósamlyndis innan þings, veikrar stjórnarandstöðu og ótta við kosningar.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?