fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Vorsól

Egill Helgason
Laugardaginn 24. mars 2012 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta hefur verið langur og erfiður vetur, stundum hefur mér legið við örvæntingu, en svo kemur dagur eins og þessi og boðar vor.

Á svona dögum, snemma vors, verður mér hugsað til skáldsins Stefáns frá Hvítadal, ljúflingsins sem þráði vorið mest allra skálda, hann var hrifnæmur, en yfirleitt snauður og heilsuveill. Þoldi illa kuldann og kröpp kjörin. Að sumu leyti er hann eins og suðrænt blóm sem lenti á röngum stað.

Ég hef ábyggilega birt þetta áður hér – en þetta kvæði, Vorsól, er einlægt og túlkar svo fallega löngunina eftir vori og hlýindum. Þetta hefur verið eitt af uppáhaldskvæðunum mínum alveg síðan ég lærði það í barnaskóla á sínum tíma.

 

Nú finn ég vorsins heiði í hjarta.
Horfin, dáin nóttin svarta.
Ótal drauma blíða, bjarta
barstu, vorsól, inn til mín.
Það er engin þörf að kvarta,
þegar blessuð sólin skín.

Í vetur gat ég sagt með sanni:
Svart er yfir þessu ranni.
Sérhvert gleðibros í banni,
blasir næturauðnin við.
– Drottinn, þá er döprum manni
dýrsta gjöfin sólskinið!

Nú er hafinn annar óður.
Angar lífsins Berurjóður.
Innra hjá mér æskugróður.
Óði mínum létt um spor.
Ég þakka af hjarta, guð minn góður,
gjafir þínar, sól og vor.

Hillir uppi öldufalda.
Austurleiðir vil ég halda.
Sestu, æskuvon, til valda,
vorsins bláa himni lík.
Ég á öllum gott að gjalda,
gleði mín er djúp og rík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 klukkutíma
Vorsól

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?