fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Dúndurfæri fyrir nýju framboðin

Egill Helgason
Föstudaginn 23. mars 2012 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðanakönnun Gallup um traust á stjórnmálum sýnir að ný stjórnmálaöfl eru í dúndurfæri. Það hefur aldrei verið jafn mikið tækifæri til að ýta gömlu flokkunum út af Alþingi.

Forsætirsráðherrann, Jóhanna Sigurðardóttir, nýtur 18 prósenta trausts. Það er svo lítið að líklega er óhjákvæmilegt fyrir Samfylkinguna að skipta um formann í tæka tíð fyrir kosningar. Sá sem er helst nefndur sem formannsefni þessa dagana er Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra.

Það er líka stór spurning hvort VG verður yfirleitt til í núverandi mynd í næstu kosningum. Nýr formaður sem gæti sameinað Steingríms- og Ögmundararmana virðist ekki vera í sjónmáli.

Það er rétt hjá Styrmi Gunnarssyni að  22 prósenta traust á stjórnarandstöðunni er ekki mikið á tíma svo óvinsællar ríkisstjórnar.

Nýju framboðin þurfa hins vegar að vanda sig. Maður sér varla að svo mikill munur sé á Samstöðu og Dögun að þessi framboð eigi ekki að geta runnið saman í eitt. Björt framtíð virkar nokkuð léttvæg – mannavalið þar er einhæft og það þarf meira til ef flokkurinn ætlar að ná alvöru fylgi á miðju stjórnmálanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?