fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Sumarkosningar um stjórnarskrá – og forseta

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. mars 2012 20:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis samþykkti í dag að leggja til að kosið verði um tillögur Stjórnarskrárráðs samhliða forsetakosningum 30. júní.

Nú er ekki seinna vænna – málið fer fyrir Alþingi sem verður að ákveða að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna fyrir næstu mánaðarmót, annars er það of seint.

Líklegt er að þetta mæti mikilli andstöðu í þinginu, frá Sjálfstæðisflokknum og líklega hluta Framsóknarflokks. Það er ekki óhugsandi að komi til málþófs.

Sennilega er þó meirihluti í þinginu fyrir því að fara þessa leið.

En málið stendur samt tæpt. Þarna er gert ráð fyrir að greidd séu atkvæði um stjornarskrána eins og hún kom frá Stjórnlagaráði, en þó á að taka út fimm atriði og spyrja sérstaklega um það – það er ákvæði um auðlindir, um persónukjör, um fjölda þeirra sem geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, um atkvæðavægi og persónukjör.

Ríkisstjórninni liggur á með málið – það er ekki nema ár eftir af starfstíma hennar. Stjórnarskrá þarf að samþykkja á tveimur þingum, með kosningum í milli.

Þjóðaratkvæðagreiðslan er eingöngu ráðgefandi, hún er eins konar skoðanakönnun – en þó hlýtur að teljast víst að stjórnarskrártillögunum verði hent ef þau yrðu beinlínis felld í atkvæðagreiðslunni.

Enn er ekki komið í ljós hvort Ólafur Ragnar Grímsson fær alvöru mótframbjóðendur. Það verður þó að teljast heldur líklegt. Þá gætu orðið spennandi forsetakosningar og á sama tíma atkvæðagreiðsla um alveg nýja stjórnarskrá. Það er dálítið stór pakki í sumarkosningum – það er lítil hefð fyrir því að kjósa á sumrin á Íslandi, nema í þau fáu skipti að hefur verið alvöru forsetakjör.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?