fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Lækningajurtir, Óður í Miðbænum, fuglar Benedikts Gröndals

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. mars 2012 20:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni annað kvöld hittum við Önnu Rósu grasalækni. Hún hefur tekið saman gagnlegt og glæsilegt rit sem nefnist Íslenskar lækningajurtir. Þetta er handbók með myndum og ýmsum fróðleik sem ætti að geta gagnast almenningi mjög vel. Við fáum að prófa ýmislegt sem Anna Rósa gerir úr grösunum.

Við förum á Mokka og hittum Davíð Þorsteinsson. Hann hefur nýskeð gefið út ljósmyndabók sem nefnist Óður – hún hefur að geyma myndir sem hann tók mestanpart í miðborg Reykjavíkur árunum 1983 til 1997. Á myndunum má meðal annars sjá ýmsa þekkta borgara frá þeim tíma.

Við fjöllum um nýútkomna glæsiúgáfu af Íslenskum fuglum eftir Benedikt Gröndal. Ekkert er sparað í þessari fokdýru útgáfu sem kemur út í aðeins hundrað eintökum, en við skoðum líka hlut Benedikts, þessa sérlega fjölhæfa manns, sem teiknara og hönnuðar.

Bækurnar sem Páll Baldvin og Kolbrún fjalla um að þessu sinni eru: Langur vegur frá Kensington eftir Muriel Spark, Veiðimennirnir eftir Jussi Adler-Olsen og Konurnar á ströndinni eftir Tove Alsterdal.

En Bragi talar um raunverulega legu Þingholtanna.

Vallhumall, íslensk lækningajurt.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis