fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Matarkistan

Egill Helgason
Föstudaginn 16. mars 2012 18:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurveig kona mín stofnaði fyrirtæki sem hóf starfsemi í október 2008 – já, einmitt þá. Þegar allt virtist vera að fara til andskotans.

Hún kom sér upp framleiðslueldhúsi í Grafarvogi og réð til sín starfskrafta sem hafa reynst frábærlega.

Það er nokkur kostur við fyrirtæki að hafa byrjað á þessum tíma. Það var ekki stofnað til skulda – Sigurveig hefði svosem ekki kært sig um það heldur.

Það hefur verið jafn og góður vöxtur í fyrirtækinu, engin stökk – en framleiðsluvörur hafa verið að bætast við.

Nú síðast ótrúlega flottar franskar macarons – eins og eru mjög í tísku austanhafs og vestan.

Allt er unnið af natni, vandvirkni og mikilli þekkingu – ég veit að Sigurveig kærir sig ekki um að nota nema bestu hráefni.

Þess vegna nefni ég þetta að fyrirtækið, Matarkistan, var að opna heimasíðu. Sigurveig gerði hana mestanpart sjálf –það er nokkuð dæmigert. Hún byrjar að fást við hlutina og hættir ekki fyrr en hún er búin að fatta hvernig þeir virka.

Um daginn las ég leiðara í The Economist þar sem því var lýst að stórfyrirtæki væru í raun betri en smáfyrirtæki. Þau sköpuðu meiri hagvöxt. Mér fannst þessi grein byggð á mjög hæpnum forsendum – minnti mig helst á þegar samyrkjuvæðingunni var hampað sem lausn á öllum málum í Sovétríkjunum. Smáfyrirtæki og smáatvinnurekendur eiga yfirleitt ekki upp á pallborðið hjá þeim sem gefa út svona blöð, þau gæta annarra hagsmuna, og ríkisstjórnir gefa þeim ekki mikinn gaum. En smáfyriræki setja heldur ekki þjóðfélög á hliðina.

Hér er heimasíða Matarkistunnar.

Makkarónur að frönskum hætti sem Sigurveig og starfsfólk hennar gera í mörgum litum og bragðtegundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?