fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Raunveruleikinn

Egill Helgason
Miðvikudaginn 14. mars 2012 20:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson innanríkissráðhera skrifar afar kröftuga grein um landakaup útlendinga. Hann talar eins og hér sé geysilegur ágangur erlendra manna sem vilji kaupa jarðir.

Ögmundur talar reyndar ekki um kaup heldur um landvinningahugleiðingar – hann hefur meira að segja frétt af fjórum Rússum sem fóru í þyrlu að skoða land.

Hann hefur þá kenningu að útsendarar stórvelda fari um heiminn og komi upp nýlendukjörnum innan gamalgróinna þjóðríkja. Það sem þeir sækist aðallega eftir sé vatn.

(Vatn í Rússlandi þykir ódrekkandi í flestum borgum, en það breytir því ekki að ríkið hefur yfir meira vatni að ráða en önnur ríki í heiminum.)

Svo kemur raunveruleikinn – reality check.

Magnús Leopoldsson fasteignasali, sem er afar fróður um jarðakaup, er spurður um þessa ásókn útlendinga.

Hann segir, nei, fólk sem er búsett í öðrum löndum sé lítið í því að falast eftir jörðum á Íslandi. Hann segist heyra af tveimur til þremur tilfellum á ári, og þeim hafi ekki farið fjölgandi.

Af þessum séu það helst Íslendingar sem eru búsettir erlendis sem kaupi jarðir hér, nú eða Vestur-Íslendingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina