fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Krónan og höftin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 14. mars 2012 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er skrítin hugmynd að hægt sé að tala niður krónuna – sem er reyrð í gjaldeyrishöft.

Staðreyndin er auðvitað sú að ástandið á krónunni er óþolandi – eins og Magnús Halldórsson lýsir í ágætri grein á Vísi.

Krónan er föst i höftunum, það er enn verið að herða þau til að reyna að halda uppi gengi hennar.

En án haftanna er líklegt að stórar fjárhæðir leiti úr landinu, enda eru litlir fjárfestingarkostir í boði hér fyrir erlent fjármagn, en á sama tíma flæðir allt í íslenskum peningum sem eru að skapa bólu á skuldabréfa- og fasteignamarkaði.

Eins og stendur blasir við að höftin verði hér til langframa, því eins og Magnús lýsir er býsna erfitt að aflétta þeim – og það eru ekki ofvaxna bankakerfið sem sprakk framan í okkur sem er enn að valda okkur vandræðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina