fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Hætt að prenta Britannicu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 14. mars 2012 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú á að hætta að gefa Encyclopedia Britannica – frægustu alfræðibók heims – út í bókarformi eftir 244 ár,

Skýringin er kannski einföld: Það eru 3,9 milljón greinar í ensku Wikipedia, en í bókarútgafu Encyclopedia Britannica eru 120 þúsund færslur.

Bragi Kristjónsson segir mér að hér áður fyrr hafi Britannica alltaf selst þegar hún kom í búðina hjá honum – svo sé ekki lengur.

Britannica verður áfram til á netinu – en þetta eru vissulega ákveðin tímamót. Britannica er eins og klettur með sínum 32 bindum meðan Wikipedia er grautur sem allir geta hrært í.

Kannski átta menn sig ekki á því hversu alfræðibækur eru merkilegur hlutur. Kirkjan vildi halda þekkingu frá alþýðu manna, aðgengi að upplýsingum var sama og ekkert – upplýsingin fór saman við ritun alfræðbóka enda áttu allir að geta fundið þá þekkingu sem þeir leituðu í heiminum, svo notuð séu orð Diderots, hins mikla franska upplýsingamanns og alfræðibókahöfundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina