fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Jóhanna, völd forsetans og andúðin í garð hans

Egill Helgason
Laugardaginn 10. mars 2012 17:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna Sigurðardóttir talaði um forseta lýðveldisins í dag. Hún segir að hann sé að færa sig lengra út á svið stjórnmálanna.

Það má ekki gleyma því að mestallur flokkur Jóhönnu klappaði þegar Ólafur Ragnar steig stærsta skrefið í þá átt, þegar hann neitaði að undirrita fjölmiðlalögin 2004.

Þá máttu flokksfélaga Jóhönnu ekki til þess hugsa að málskotsrétturinn yrði tekinn af forseta.

Í tillögum Stjórnlagaráðs er skilningur Ólafs Ragnars á forsetaembættinu í raun staðfestur. Jóhanna vill að þessar tillögur fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.

En ríkisstjórnarflokkunum er mjög í nöp við Ólaf Ragnar. Ástæðan er auðvitað sú að hann hafnaði Icesave-samningi tvívegis og greip þannig fram fyrir hendurnar á stjórninni.

Eftir þessa ræðu Jóhönnu er líklegra en áður að forsetakosningarnar snúist upp í baráttu milli ríkisstjórnarflokkanna og Ólafs Ragnars.

Í slíkri rimmu er sennilegra að Ólafur Ragnar hafi sigur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina