fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Hvalfjörður, Léttir og 21 egg

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. mars 2012 19:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni í kvöld förum við í Hvalfjörð með Magnúsi Þór Hafsteinssyni. Magnús hefur skrifað bókina Dauðann í Dumbshafi, en þar fjallar hann um skipalestirnar miklu sem sigldu framhjá Íslandi á leiðinni til Sovétríkjanna í heimstyrjöldinni síðari. Hvalfjörður var lægi fyrir þessi skip – oft voru þar tugir skipa. Þetta er dramatísk saga af miklum hildarleik.

Við lítum á stríðsminjar í Hvalfirði og sjáum stórmerkilegar kvikmyndir frá þessum tíma.

Jónína Leósdóttir kemur í þáttinn og segir frá nýrri bók eftir sig sem nefnist Léttir.

Páll Baldvin og Kolbrún fjalla um tvær bækur: Mannvist, sýnisbók íslenskra fornleifa, eftir Birnu Lárusdóttur og Með heiminn í vasanum eftir Margréti Örnólfsdóttur. Báðar bækurnar fengu fjöruverðlaunin um daginn, hvor í sínum flokki.

Bragi talar um höfund sem borðaði 21 egg.

Hvalfjörður fullur af skipum í heimstyrjöldinni. Mikil leynd hvíldi yfir skipalestunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina