fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Heitur Stefán Jón

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. mars 2012 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og hefur komið fram leitar hópurinn Betri valkost á Bessastaði ákaft af forsetaframbjóðanda gegn Ólafi Ragnari.

Ragna Árnadóttir virðist gefa þetta nokkuð eindregið frá sér.

En Stefán Jón Hafstein virkar heitur. Hann er reyndar staddur í Malawí – þar er heitt – en hann tekur ekki ólíklega í framboð á Facebook. Á einum stað segir hann að hann geti þetta ekki einn.

Stefán hefur haldið uppi beittri ádeilu á spillingu á Íslandi – eins og lesa mátti í nýlegu hefti Tímarits Máls og menningar og sjá mátti í viðtali í Silfri Egils nú stuttu eftir áramót.

Framboð hans yrði þannig fráleitt upp á punt.

Það gæti þó háð Stefáni að hann er meðlimur í Samfylkingunni – það væri hægt að líta á hann sem forsetaefni Samfylkingarfólks. Á Facebook síðunni Betri valkost á Bessastaði er fólk úr Samfylkingunni langmest áberandi.

Stefán gæti verið sterkur frambjóðandi, hann er mælskur og rösklegur – og hefur hugsað margt um þjóðfélagsmál síðustu árin. Ferill í hjálparstarfi getur ekki skaðað.

En svo gæti hann reyndar farið aðra leið og tekið að sér formennsku í Samfylkingunni, hann er kannski formaðurinn sem þann flokk vantar svo sárlega?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina