fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Grúppa gegn Ólafi

Egill Helgason
Mánudaginn 5. mars 2012 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er búið að stofna á Facebook hóp sem nefnist Betri valkost á Bessastaði.

Nokkur fjöldi fólks hefur gengið til liðs við hann. Markmiðið er að finna einhvern til að fara í framboð gegn Ólafi Ragnari Grímssyni.

Þar fara fram vangaveltur um hvernig persóna þetta eigi að vera. Sitt sýnist hverjum, hjá sumum er eins og það þurfi bara að finna einhvern. Helst konu.

Maður finnur að mikil heift hefur brotist út gagnvart Ólafi Ragnari eftir tilkynninguna í gær.

Maður veit aldrei, en þetta kynni jafnvel að virka öfugt. Afla honum samúðar – eins og hér um árið þegar hópur bisnessmanna fór að auglýsa að hann væri óhæfur til að vera forseti.

Áhugaverðast er þó að líklega hafa flestir sem nú eru á móti Ólafi verið í hópi kjósenda hans og stuðningmanna á einhverjum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina