fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Þversögn?

Egill Helgason
Sunnudaginn 4. mars 2012 19:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innan Samfylkingarinnar leita menn logandi ljósi að forsetaframbjóðanda sem gæti átt séns í Ólaf Ragnar Grímsson.

Hann hefur ekki fundist enn, en þar binda menn mestar vonir við Rögnu Árnadóttur. Hún er reyndar nýorðin aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.

Ragna er talin einna líklegust til að geta sigrað Ólaf. Ekki er vitað hvort hún hafi nokkurn áhuga á framboði – hvað þá gegn sitjandi forseta.

En þá gæti komið upp einkennileg staða.

Íslendingar hafa yfirleitt kosið forseta sem virkar ekki eins og frambjóðandi kerfisins.

En framboð Rögnu – sem nýtur velþóknunar ríkisstjórnarflokka og kannski einhvers hluta Sjálfstæðisflokks líka – gæti orðið býsna kerfislegt. Svolítið eins og framboð Péturs Hafstein á sínum tíma.

Meðan framboð Ólafs Ragnars Grímssonar sem hefur setið sem forseti í sextán ár gæti virkað svolítið uppreisnarlegt.

Það er í raun enginn stjórnmálaflokkur sem er hrifinn af Ólafi Ragnari – nema Framsókn. Gömlu stuðningsmennirnir úr Samfylkingunni hafa ekki bara yfirgefið hann – þeir leggja upp til hópa fæð á hann.

Þversögn?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina