fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Sagan endurskrifuð – með rugli

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. febrúar 2012 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar mótmælin miklu voru í byrjun október 2010 vissu stjórnarliðar ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þeir töluðu sig upp í það að þetta væri Ríkisútvarpinu að kenna, að Ríkisútvarpið hefði æst til mótmælanna. Þetta varð útbreidd skoðun innan Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.

Og nú er sömuleiðis verið að dreifa þeirri skoðun að Ríkisútvarpið hafi æst til Búsáhaldauppreisnarinnar 2009.

Það er liður í að endurskrifa söguna – annar liður í því eru fáránlegar vangaveltur lögreglumanns um að mótmælin hafi verið skipulögð innan úr þinghúsinu, af Vinstri grænum.

Ríkisútvarpið, eins og aðrir fjölmiðlar, flutti fréttir af þessum atburðum – og líka hugmyndunum sem þar voru að gerjast. Það var meira að segja efnt til útsendinga frá borgarafundum sem komu í kjölfarið. Skárra væri það nú – þetta eru einhverjir stærstu atburðir sem hafa orðið í sögu lýðveldisins.

Eða hvernig þætti mönnum ef fjölmiðlar þegðu til dæmis um mótmælin sem hafa verið vegna efnahagshörmunganna í Grikklandi? Þessi mótmæli felldu stjórn Papandreous.

Dettur einhverjum í hug að þar sé við fjölmiðlana að sakast?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina