fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Fjármálalæsi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. febrúar 2012 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum líður manni eins og séu tvær þjóðir í þessu landi.

Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður í Brimi segir að hann hafi verið plataður til að kaupa hlutabréf í bönkum – og því hafi hann enga skuldaniðurfellingu fengið.

Hann hafi gert samkomulag við banka – annars vegar hafi fyrirtæki sem hlutabréfin voru í verið sett í þrot og hins vegar hafi hann fallið frá skaðabótamáli við banka.

En ef Guðmundur, moldríkur maður með mikil ítök í íslensku viðskiptalífi, var plataður – hvað má þá segja um alla hina?

Sem eru kannski ekki jafn „fjármálalæsir“ og hann?

En auðvitað virkar þetta eins og orðhengilsháttur hjá auðmanninum sem hefur haldið mestri kvótaeign sinni og er nýbúinn að kaupa einbýlishúsið sem var áður í eigu Hannesar Smárasonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina