fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Á að kjósa í haust?

Egill Helgason
Sunnudaginn 12. febrúar 2012 22:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silfrið í dag var býsna fjörlegt.

Við byrjuðum á því að ræða pólitíkina út frá nýjum framboðum – sérstaklega Samstöðu Lilju Mósesdóttur.

Meðal gesta í þættinum var Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður. Sighvat má telja eins konar guðföður Samfylkingarinnar, hann var formaður Alþýðuflokksins þegar hann rann inn í Samfylkingu ásamt Alþýðubandalagi og Kvennalista.

Sighvatur var helst á því að þyrfti að efna til kosninga í haust. Hann taldi að meirihluti ríkisstjórnarinnar í þinginu væri of naumur, aðeins eitt mjög ótraust atkvæði, til að hún gæti komið málum sínum í gegn.

Við slíkar aðstæður væri varla annað til ráða en að kjósa.

Ríkisstjórnin á nú 15 mánuði eftir af kjörtímabili sínu. Hún getur líklega þraukað, en ef hún ætlar að ná stærri málum í gegn er hún líklega nauðbeygð til að gera samninga út og suður í þinginu, við Guðmund Steingrímsson, Hreyfinguna eða einhverja þingmenn Framsóknar.

Þannig virkar hún að vissu leyti eins og minnihlutastjórn. Þetta getur gengið, en um leið verður erfiðara fyrir stjórnina að marka einhver alvöru spor.

Fyrir VG er þessi staða afleit – Lilja Mósesdóttir virðist geta hirt stóran hluta af fylgi þess flokks.Það er í raun fátt sem boðar betri tíð fyrir VG, Steingrímur getur vissulega sagt að hann hafi rétt af fjárhag íslenska ríkisins, en hefðbundnir fylgismenn flokksins eru ekki mjög snoknir fyrir slíkum tæknikratisma. Hann höfðar miklu meira til kjósenda annarra flokka.

Samfylkingin lafir hins vegar á ESB umsókninni og þeirri hugmynd að aðildarsamningur verði tromp í hendi flokksins þegar hann er tilbúinn. Samningur gæti vissulega þétt raðir flokksmanna, en það breytir því ekki að nær óhugsandi er að íslenska þjóðin samþykki hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?