fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Lítil prinsíppfesta

Egill Helgason
Miðvikudaginn 8. febrúar 2012 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er komin upp krafa um að Ísland taki ekki þátt í Evróvisjón-úrslitakeppninni í Aserbaidjan.

Ástæða er mannréttindabrot – fólk er sagt rekið úr húsum sínum svo hægt sé að byggja tónleikahöll í Bakú.

Það hefur svosem lengi verið vitað að Aserbaidjan er ekkert sérstakt lýðræðisríki. Stjórnarandstæðingar eru fangelsaðir, það er ritskoðun í gildi, stjórnarherrar halda völdum með kosningasvikum.

Aserbaidjan situr á miklum olíu- og gaslindum – það er aðallega forrík yfirstétt sem nýtur góðs af því.

Kannski ætti aldrei að halda slíka alþjóðaviðburði í landi þar sem er svona vont stjórnarfar?

En fordæmin eru svosem mýmörg:

Fjöldi manns missti heimili sín vegna Ólympíuleikanna í Beijing 2008. Kína er ríki þar sem mannréttindi eru virt að vettugi. Samt tóku Íslendingar þátt. Forseti Íslands hefur verið á stöðugu renniríi til Kína – og kínverskir ráðamenn eru hér tíðir gestir.

Íslendingar voru líka á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980 sem margar þjóðir sniðgengu og í Mexíkó 1968. Nokkrum dögum áður en þeir hófust myrtu stjórnvöld fjölda stúdenta og mótmælenda.

Íslendingar hafa tekið þátt í Evróvisjón í Tyrklandi, Rússlandi og Ísrael – og látið gott heita. Allt eru þetta lönd þar sem tíðkast misjafnlega gróf mannréttindabrot.

Það væri að sönnu fagnaðarefni ef Ísland gæti tekið upp prinsíppfastari afstöðu til alþjóðamála. En hingað til hefur raunin verið allt önnur.

Kannski er þægilegt að byrja á smáríki sem við höfum annars engin samskipti við og þar sem viðskiptahagsmunir og pólitískir hagsmunir eru engir?

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?