fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Eyjan

Að syngja með rassinum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 7. febrúar 2012 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið lof borið á framgöngu söngkonunnar Madonnu í hálfleik á Superbowl. Vissulega er Madonna flinkur skemmtikraftur, þótt afar fá lög eftir hana séu minnistæð. Þetta eru of veikar tónsmíðar til þess.

Það skiptir þó ekki máli, hjá Madonnu er það showið sem skiptir máli. Hæfileikarnir liggja fremur á sviði almannatengsla en tónlistar.

Madonna er upphafskona þeirrar stefnu sem ég kalla að syngja með rassinum.

Fjölmargar söngk0nur hafa fylgt í kjölfarið: Nýlegir fulltrúar eru Beyoncé, Rihanna og Britney Spears.

Þetta felur í sér að helst sé ekki hægt að syngja lag nema með því að vera í korseletti eða brjóstahaldi að ofan og netsokkabuxum að neðan – helst í g-streng.

Dillandi rassinum út í eitt.

Ég er ekki viss um að þetta sé góð þróun – ég get ekki trúað öðru en að mörgum þyki þetta leiðigjarnt og staðlað.

Hvar eru Ella Fitzgerald og Aretha Franklin, nú eða Janis Joplin – jú, við höfum söngkonuna Adele.

En hún er sögð vera alltof feit af tískulöggunum – og syngur með munninum en ekki rassinum. Hefur reyndar alvöru rödd.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Leigubílafarganið

Björn Jón skrifar: Leigubílafarganið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Evrópuhreyfingin: Húsfyllir á aðalfundi – Magnús Árni tekur við formennsku af Jóni Steindóri

Evrópuhreyfingin: Húsfyllir á aðalfundi – Magnús Árni tekur við formennsku af Jóni Steindóri
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Ef Múhameð vill ekki fara til fjallsins verður fjallið að koma til Múhameðs

Svarthöfði skrifar: Ef Múhameð vill ekki fara til fjallsins verður fjallið að koma til Múhameðs
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vinstri græn skamma Moggann – „Til að taka af öll tvímæli“

Vinstri græn skamma Moggann – „Til að taka af öll tvímæli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Viðreisnar tekur sér leyfi og fer í áfengismeðferð – „Ég ætla að sigrast á þessum djöfli“

Þingmaður Viðreisnar tekur sér leyfi og fer í áfengismeðferð – „Ég ætla að sigrast á þessum djöfli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“