fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Eyjan

Listamaðurinn og gullöld þöglu myndanna

Egill Helgason
Laugardaginn 4. febrúar 2012 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Listamaðurinn er frábært sjónarspil og vekur minningar frá fyrstu áratugum Hollywood.

Aðalkarlpersónan í myndinni er einhvers konar sambland af Douglas Fairbanks og John Gilbert. Gilbert var ein aðalstjarnan í Hollywood, en náði ekki að færa sig yfir í talmyndirnar þegar þær komu. Dó úr áfengisdrykkju 1934.

Það eru ýmis smáatriði sem maður tekur eftir. Til dæmis að kona á uppboði er klædd eins og leikkonan Zazu Pitts í ótrúlegu meistaraverki þögla tímans, Greed eftir Erich von Stroheim.

Undir lok þögla tímabilsins var kvikmyndalistin orðin býsna háþróuð og framsækin: Greed var magnum opus Stroheims, í upphaflegri útgáfu var myndin níu tímar að lengd!

Snillingurinn Murnau gerði Sunrise, King Vidor gerði The Crowd – í Evrópu gerði Fritz Lang Metropolis.

Þessar myndir eru mikil stórvirki – í raun tók við hnignunarskeið þegar talmyndirnar komu. Það var ekki fyrr en síðar að menn náðu slíkum tökum á hljóðupptökum að hægt var að skálda jafn stórt og síðustu meistarar þöglu myndanna gerðu.

Það er skemmtilegt að Listamaðurinn skuli rifja upp þennan tíma. Þarna er stór kafli í hinni heillandi sögu kvikmyndanna – sköpunarkrafturinn sem braust fram í Hollywood er ótrúlegur. Einhvers staðar sá ég honum líkt við Flórens á tíma endurreisnarinnar – það er í raun ekki fjarri lagi.

Úr Sunrise eftir F.W. Murnau, einu helsta meistaraverki þöglu myndanna. Hér er áhugaverður listi þar sem eru taldar upp 100 helstu þöglu myndirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Leigubílafarganið

Björn Jón skrifar: Leigubílafarganið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Evrópuhreyfingin: Húsfyllir á aðalfundi – Magnús Árni tekur við formennsku af Jóni Steindóri

Evrópuhreyfingin: Húsfyllir á aðalfundi – Magnús Árni tekur við formennsku af Jóni Steindóri
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Ef Múhameð vill ekki fara til fjallsins verður fjallið að koma til Múhameðs

Svarthöfði skrifar: Ef Múhameð vill ekki fara til fjallsins verður fjallið að koma til Múhameðs
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vinstri græn skamma Moggann – „Til að taka af öll tvímæli“

Vinstri græn skamma Moggann – „Til að taka af öll tvímæli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Viðreisnar tekur sér leyfi og fer í áfengismeðferð – „Ég ætla að sigrast á þessum djöfli“

Þingmaður Viðreisnar tekur sér leyfi og fer í áfengismeðferð – „Ég ætla að sigrast á þessum djöfli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“