Fundir gærdagsins og næturinnar hafa í för með sér breytingar á Evrópusambandinu.
Bretar eru á móti – en það er af vafasömum ástæðum.
Þeir vilja ekki neinar hömlur á fjármálalífið í City – svonefndur Tobinskattur er þyrnir í þeirra augum sem og yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit.
Í hinum alþjóðavædda heimi er fjármálaeftirlit sem starfar á grundvelli þjóðríkis ekki mikils virði, eins og reynslan hefur sýnt.
Bresk stjórnvöld eru ofurseld fjármálavaldinu. Þaðan koma peningar í sjóði flokkanna. Stjórnmálamennirnir þar hafa uppi heitstrengingar um að minnka umfang fjármálakerfisins og auka á móti vægi framleiðslu.
En þegar á hólminn er komið eru það orðin tóm.