fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Borgað upp í Icesave

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. desember 2011 19:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er engin smá fjárhæð sem var greidd út úr þrotabúi Landsbankans í dag – 432 milljarðar króna. Og það er gert ráð fyrir að heimtur úr þrotabúinu dugi fyrir Icesave skuldinni.

Þá er ljóst hversu fánýtt það væri ef höfðað væri dómsmál vegna þessa. Um hvað á dómsmálið að standa – þá einhliða ákvörðum Breta að greiða þeim sem áttu innistæður á Icesavereikningum stuttu eftir hrun?

Það að Íslendingar hafi ekki staðið við innistæðutryggingar – hvernig er þeim málum annars háttað í Evrópu nú þegar efnahagskerfið þar riðar til falls?

Mismunun – eru ekki erlendu innistæðueigendurnir að fá sitt?

Ef sanngirni réði væri Icesavemálið endanlega úr sögunni þegar þrotabúið er búið að borga – og Íslendingar ættu að leggja ríka áherslu á að það verði lendingin.

Þetta var eitt af því sem við Árni Páll Árnason ræddum í Silfrinu á dögunum. Hann sagði að stefna ráðuneytis síns sem fer með Icesave væri að koma í veg fyrir dómsmál.

Um leið hefur maður heyrt áhyggjur af því að Icesave fari aftur undir forræði Steingríms J. Sigfússonar – sem er illa brenndur af málinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu