Deilur innan Háskólans sem nú hafa dreifst út um samfélagið minna á tvö lögmál sem hafa verið sett fram um háskólapólitík. Það er reyndar mjög algengt innan háskóla að kennarar helgi sig háskólapólitíkinni af lífi og sál – líkt og hún sé aðaltilgangur veru þeirra innan akademíunnar.
Annað er kallað lögmál Sayres:
„Í hverri deilu er tilfinningahitinn í öfugu hutfalli við mikilvægi málsins sem um er fjallað. Þess vegna er háskólapólitík svo beiskjublandin.“
(In any dispute the intensity of feeling is inversely proportional to the value of the issues at stake. That is why academic politics are so bitter.)
Hitt hefur verið eignað Henry Kissinger, en það ekki víst að hann sé höfundurinn:
„Háskólapólitík er svo hatursfull einmitt vegna þess að það er svo lítið í húfi.“
(Academic politics are so vicious precisely because the stakes are so small.)