Ung kona segir sig úr Vinstri grænum með þeim orðum að flokkurinn hafi „svikið sína huldumey“.
Þetta er tilvitnun í kvæði eftir Guðmund Böðvarsson sem nefnist Völuvísa:
Eitt verð ég að segja þér áður en ég dey
enda skalt þú börnum þínum kenna fræðin mín
sögðu mér það álfarnir í Suðurey
sögðu mér það dvergarnir í Norðurey
sögðu mér það gullinmura og gleym-mér-ei og gleymdu því ei;
að hefnist þeim er svíkur sína huldumey,
honum verður erfiður dauðinn.
Kvæðið er held ég meira að segja sungið í skólum – en það vísar aftur í þann tíma þegar í pólitíkinni voru eilíf svika- og landráðabrigsl og það smitaðist inn í bókmenntirnar, með misjöfnum árangri.