fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Uppnám í Samfylkingunni

Egill Helgason
Föstudaginn 30. desember 2011 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og ég nefndi í fyrri pistli verður óvenjulegur fjöldi fyrrverandi ráðherra í stjórnarliðinu ef fyrirhugaðar breytingar á ríkisstjórninni ganga eftir.

Þetta er það sem kallast stjórnunarvandi.

Ráðherrum á Íslandi er tamt að líta á ráðuneyti sem lén sín, eign sína. Þeir verða stjörnuvitlausir ef hróflað er við þeim, það er eins og að missa nákominn ættingja að tapa ráðherradómi. Vandinn felst meðal annars í orðinu „ráðherra“ – þeir líta á sig sem herra en ekki sem þjóna fólksins.

Fyrrverandi ráðherrar verða tíðum sárir, uppstökkir, sjálfhverfir, vænisjúkir og hefnigjarnir.

Það má vera að ríkisstjórnin falli einfaldlega vegna þessa.

En það er ljóst að innan Samfylkingarinnar er mikil óánægja með þau áform að Steingrímur J. Sigfússon sé að setjast í nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Í pistli fyrr í dag sagði ég að úr frá sjónarhóli pólitísks skýranda væri þetta skemmtileg flétta – sterkasti ráðherrann tekur í hendur sínar þennan stóra málaflokk og verður þá væntanlega dæmdur af því hvernig til tekst. Það er þá alveg ljóst hvar ábyrgðin liggur.

Í staðinn er skipt út nokkrum ráðherrum sem allir eru frekar veikir og ekki líklegir til neinna stórræða.

Þetta horfir þó öðruvísi við mörgum innan Samfylkingarinnar. Þeim finnst að VG sé að taka yfir atvinnumálin og að Jóhanna sé alveg búin að missa stjórnina.

En það er þá spurning hvort þeir skilja að Samfylkingin gaf í raun atvinnumálin, stóriðjuna, breytingar á kvótakerfinu og fleira, frá sér um leið og VG féllust á að fara taka þátt í aðildarumsókninni að Evrópusambandinu.

Hún er hinum megin á vogarskálinni og er verulega þung.

Innan Samfylkingarinnar er jafnvel rætt um að þetta geti verið tilefni til stjórnarslita – og að nú þurfi að setja Jóhönnu af. Það er sagt að Kristján Möller og hans partur af þingflokknum séu í miklu uppnámi. Og svo er það fólkið í kringum Árna Pál Árnason.

En fyrir flokkinn gæti það haft afdrifaríkar afleiðingar. Suma flokksmenn dreymir einfaldlega um að taka upp stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn aftur, en það er varla í boði nema horfið verði frá aðildarumsókninni að ESB. Og ef boðað yrði til kosninga eru tæplega horfur á öðru en að Samfylkingin myndi tapa stórt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar