fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Hrist upp í stjórninni

Egill Helgason
Föstudaginn 30. desember 2011 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áform Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar eru athyglisverð – og kannski ekki svo út í bláinn.

Það er merkilegt ef hinn öflugi Steingrímur J., sterkasti maðurinn í ríkisstjórninni, ætlar að setjast í nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Í því hljóta að felast skilaboð um að gera eigi skurk í uppbyggingu atvinnuveganna. Steingrímur sem formaður annars stjórnarflokksins tekur ábyrgð á því að hér verði sú uppbygging í atvinnulífinu sem kallað er eftir.

Lengi hefur verið rætt um að stofna slíkt atvinnuvegaráðuneyti – það er ljóst að sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðarráðuneyti eru mjög veik og hafa sumpart verið eins og þjónustuaðilar fyrir sérhagsmuni. Það er ekki gott fyrirkomulag. Tvö þessara ráðuneyta hafa verið mönnuð af hinum sérlega aðgerðalitla Jóni Bjarnasyni sem virðist líta á ráðherradóm sem einhvers konar spegil sem hann getur horft á sjálfan sig í.

Með þessu myndu breytingar í sjávarútvegsmálum líka færast á hendur Steingríms – hann yrði í raun dæmdur af því hvort honum takist að leiða þetta stóra mál til lykta, það er löngu kominn tími til þess.

Nú ættu mestu niðurskurðarfjárlögin að vera að baki. Tími stórátaka í fjármálaráðuneytinu er væntanlega að baki, en það verður athyglisvert að sjá hver tekur við þessu ráðuneyti sem þá mun falla í skaut Samfylkingarinnar.

Þannig að þetta er að sumu leyti spennandi uppstokkun,  því þetta eru ekki bara stólaskipti heldur eru þetta nokkuð stórar áherslubreytingar, það er verið að hrista upp í stjórninni.

En þetta gæti orðið erfitt, það er kveðið á um það í stjórnarsáttmálanum að fækka skuli ráðherrum og sameina ráðuneyti, en nú er staðan sú að í ríkisstjórnarmeirihlutanum er fjöldi fyrrverandi ráðherra. Þeir eru oft sárir og stórir upp á sig – það getur verið erfitt að hafa stjórn á slíku liði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði