Það er kominn tími til að þeir sem standa að byggingu nýja Landspítalans skýri mál sitt.
Eins og hefur verið bent á hér vefnum er erfitt að rekja feril þessarar ákvörðunar – það er eins og hún hafi tekið sjálfa sig á sínum tíma.
Sérlegir trúnaðarmenn stjórnmálaflokka hafa haft yfirumsjón með framkvæmdunum, er það tilviljun að báðir hafa mjóg sérstæðan feril í eyðslusemi í sínum sveitarfélögum – þetta eru Alfreð Þorsteinsson og Gunnar Svavarsson.
Það hefur margsinnis verið fjallað um að byggingarnar séu á sérlega óheppilegum stað.
Að þessar framkvæmdir verði óhemju kostnaðarsamar – það dettur engum í hug að þær verði nálægt kostnaðaráætlun. Tuttugu prósenta framúrakstur er algjört lágmark.
Að það sé sérstætt að ráðast í dýrar byggingaframkvæmdir á sama tíma og verið er að skera niður í heilbrigðisþjónustunni og fjöldaflótti er meðal heilbrigðisstarfsmanna. Hverjir eiga að manna þessar nýju byggingar – og svo er það tækjakosturinn sem þarf inn í þær – hvaðan á hann að koma?
Nú skal samt ekki útilokað að þarna sé á ferðinni bæði metnaður og framsýni – en þá verður að skýra það út lið fyrir lið, Efasemdirnar sem koma fram í grein eftir Guðjón Baldursson lækni eru einmitt á sömu nótum og margir hugsa.