Ég hugsa með miklum hlýhug til þeirra sem hirða sorpið hjá mér og öðrum borgarbúum. Ég veit að þeir vinna oft við erfiðar aðstæður og standa sig vel.
En ég borga reyndar líka fyrir þessa þjónustu með sköttunum.
Rúv birti frétt um sorphirðuna og snjóinn nú í kvöld. Það er mikill snjór og allar tunnur fullar og meira en það.
Þess var samt ekki getið að aðalvandinn felst í því að sorphirðan hefur verið skorin niður. Hér í hverfinu var ruslið síðast hirt 15. desember og svo ekki aftur fyrr en í dag, 27. desember.
Þetta er á tímanum þegar fólk tekur til á heimilum sínum, matbýr og bakar – þegar fellur til meira sorp en á öðrum tíma ársins.
Og þess vegna var sums staðar um að litast eins og í Napólí í verkfalli á jólunum, rusl flóði upp úr tunnum og var að fjúka út um allt.