fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Ekki gyðingahatur

Egill Helgason
Mánudaginn 26. desember 2011 19:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt Haaretz um gyðinga á Íslandi virðist mestanpart vera bull.

Þarna er Dorrit Moussaief forsetafrú meðal annars borið á brýn að hún vilji ekki stunda samkomur hjá gyðingum á Íslandi.

En Dorrit iðkar að því ég best veit ekki gyðingatrú.

Þarna er sagt að Hope Knútsson, sem hefur verið framarlega í samtökunum Siðmennt, sem er félagsskapur húmanista, sé leiðtogi í gyðingasamfélaginu á Ísland. Sjálf segir hún að í greininni sé fullt af rangfærslum.

Íslendingar hafa mjög litla reynslu af gyðingum og vita mest lítið um þá. Það er fráleitt að ætla að hér kraumi undir gyðingahatur.

Hins vegar er víða í heiminum nokkur andúð á fólki sem kemur frá Mið-Austurlöndum. Það er vegna pólitískra aðstæðna þar. Margir eru mjög ósáttir við Ísraela vegna þess hvernig þeir koma fram við Palestínumenn.

En að rugla því saman við gyðingahatur, andsemítisma, er eiginlega ekki annað en skálkaskjól, lítilmótlegt áróðursbragð – og eiginlega móðgun við allt það fólk sem hefur misst lífið og þjáðst í ofsóknum gegn gyðingum.

Eins hafa múslimar frá þessum heimshluta þurft að sæta mikilli tortryggni þegar þeir eru bendlaðir en masse við hryðjuverk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar