Lýsing þingmanns breska Íhaldsflokksins , Sir Robert Aitkins, á Jóni Bjarnasyni ráðherra er nokkuð kostuleg. Þeir hittust í Reykjavík í haust.
Mbl segir svo frá:
„Við hittum til dæmis sjávarútvegsráðherrann sem kom mér fyrir sjónir sem þvermóðskufyllsta afturhald frá fimmta áratugnum, nokkurn veginn frá Stalínstímanum, sem ég hef nokkurn tímann rekist á í lýðræðisríki.“
Aitkins hefur það eftir Jóni að Ísland muni ekki ganga í Evrópusambandið meðan hann dregur andann.