fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Ríkisstjórnin og Icesave

Egill Helgason
Fimmtudaginn 22. desember 2011 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er deilt um það hvort ríkisstjórnin sé hæf um að reka Icesave-málið fyrir erlendum dómstóli.

Þeir sem hafa starfað í hópunum InDefence og Advice hafa efasemdir um það – af ráðherrum treysta þeir Árna Páli Árnasyni best.

Það byggir á frammistöðu Árna síðan hann tók við málinu eftir síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu, en líka, hygg ég, á samtölum manna úr þessum hópi við ráðherrann.

Þeir tortryggja Steingrím J. Sigfússon mest. Steingrími hafa verið feikilega mislagðar hendur í þessu máli, en það er kannski dálítið hæpin útlegging að hann vilji beinlínis að það tapist svo hann komist út úr skugganum sem Icesave varpar á ráðherraferil hans.

Hins vegar er líklegt að í flestum löndum hefði Steingrímur þurft að segja af sér vegna Icesave. Hann tapaði ekki bara einni þjóðaratkvæðagreiðslu með miklum mun, heldur tveimur. Vilji kjósenda var býsna skýr. Í bók Sigurðar Más Jónssonar sem nefnist Afleikur aldarinnar má lesa um hversu illa var haldið á málinu lengi framan af – það er þörf upprifjun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu