fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Perlan og spillingin

Egill Helgason
Fimmtudaginn 22. desember 2011 20:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er athyglisvert að enginn þeirra sem gerir tilboð í Perluna treystir sér til að reka húsið eins og það er. Allir vilja fá að gera breytingar á starfseminni og svæðinu í kring.

Umhverfis Perluna eru aðallega bílastæði – svo það er kannski allt í lagi að gera nokkrar breytingar.

Það er merkilegt að í leiðara Morgunblaðsins í fyrradag var talað um söluna á Perlunni – og í framhaldi af því var Samfylkingin kölluð spillasti stjórnmálaflokkur Íslandssögunnar eða eitthvað á þá leið.

Því það var talsverð umræða vegna spillingar í kringum byggingu Perlunnar á sínum tíma.

Húsið fór langt fram úr kostnaðaráætlun – reyndar virðist áætlunin bara hafa verið upp á punt – borgarendurskoðun skilaði á sínum tíma áliti um byggingu Perlunnar og sagði þar að hún hefði gjörsamlega farið úr böndunum og það hefði verið langt í frá að eðlilega hefði verið staðið að framkvæmdunum.

Menn geta svo deilt um hversu falleg bygging Perlan er, eitt er merkilegt við hönnun hennar, það hefði verið eðlilegt og maklegt að halda samkeppni um svo stóra og áberandi opinbera framkvæmd.

En það var ekki gert, heldur var einfaldlega haft samband við einn af arkitektunum sem borgarstjórinn á þeim tíma og flokkur hans höfðu velþóknun á og hann látinn sjá um verkið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar