fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Minnisvarði um ekki neitt

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. desember 2011 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég rifjaði um daginn upp þegar ég var eitt sinn á fundi þar sem Davíð Oddsson talaði um byggingu Perlunnar.

Þá var Davíð borgarstjóri, fundurinn var minnir mig hjá Sjálfstæðismönnum í Veturbæ og haldinn í KR-heimilinu,

Davíð var spurður út í byggingu Perlunnar – hví væri verið að byggja þetta hús – og hann svaraði:

„Það er fullt af fólki sem veit ekki hvað það á af sér að gera á sunnudögum.“

Þetta var dálítið fyndið – merkingin var sú að þetta fólk gæti þá farið í bíltúr í Perluna, milli þess að það færi til dæmis í Eden í Hveragerði.

Samt var eitthvað bogið við þetta, það var aldrei búið að pæla í því til hvers Perlan væri eiginlega.

Ég man að einn borgarfulltrúi þessa tíma glímdi við þessa spurningu, svarið var:

„Perlan er gjöf Hitaveitunnar til Reykvíkinga.“

Síðan hefur ýmislegt verið í Perlunni, stóri myndbandamarkaðurinn, árlegur bókamarkaður, dapurleg kaffitería, veitingastaður sem hefur átt í brösum. Um tíma voru haldnar þarna nýársveislur þar sem voru meðal gesta Davíð og vinir hans. Þetta var eins og heimavöllur þeirra. Þessar veislur duttu þó uppfyrir líka.

Jú, ferðamenn koma þarna og skoða útsýnið – og það er náttúrlega ágætt – en húsið sjálft er eins og minnisvarði um ekki neitt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu