fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Hvalveiðar og menningin

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. desember 2011 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson segir að hvalveiðar séu réttur Íslendinga og hvalkjöt sé partur af menningu Íslands.

Má rétt vera – þótt maður hafi ekki fundið sáran söknuð eftir hvalveiðunum síðan þær lögðust mestanpart af 1986. Hvalkjöt er ekki stór þáttur af íslenskri matarmenningu og ekki miklar hefðir í kringum neyslu þess.

Hins hlýtur að vera rétt að nytja þá stofna í hafinu sem eru ekki í hættu – þ.e.a.s. ef er markaður fyrir afurðirnar.

Það virðist vera dálítil spurning hvort sé yfirleitt hægt að koma nema litlu magni af hvalkjöti í verð.

Ólafur sagði þetta í viðtali við bandaríska blaðið USA Today.

En þá má um leið nefna að ef einhver þjóð stundaði hvalveiðar af kappi þá voru það Bandaríkjamenn. Ég held hér á þykkri bók sem nefnist Moby Dick – hún fjallar um hvalveiðar, sumir segja að þetta sé mesta skáldsaga sem hefur verið skrifuð eða kannski the great American novel.

Bakgrunnur sögunnar er hinn mikli auður sem skapaðist af hvalveiðum á austurströnd Bandaríkjanna. Hann var einn grundvöllurinn að uppbyggingu borga og bæja þar. Hvalveiðimennirnir sóttu vítt og breitt um hnöttinn – og reyndar má segja að hvalveiðar hafi verið alþjóðlegur iðnaður í gamla daga.

Þannig voru það Baskar sem fyrst stunduðu hvalveiðar við Íslandsstrendur, það var á 17. öld, en seint á 19. öld fóru norskir hvalfangarar að nota Ísland sem bækistöð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu