fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Markaðsmisnotkun

Egill Helgason
Föstudaginn 2. desember 2011 00:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem sérstakur saksóknari er að rannsaka í tilviki Glitnis er stórfelld markaðsmisnotkun.

Markaðsmisnotkunin fól í sér að verði á hlutabréfum var haldið uppi og það hækkað með kerfisbundnum hætti. Það má jafnvel leiða að því getum að sjálf tilvera bankanna hafi byggst á þessu.

Og þegar hlutabréfaverðið hækkaði var hægt að slá meira út á bréfin og svo koll af kolli, þangað til geðveikin var orðin algjör, verð á hlutabréfum hafði margfaldast á skömmum tíma.

Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi var eiginlega aldrei neitt nema blekking – Baugsfyrirtæki voru sett þar inn og tekin út aftur eftir hentugleikum, sjávarútvegsfyrirtæki voru þar inni nokkra hríð og þá var viðkvæðið að allir sem voru á hlutabréfamarkaði ættu kvóta. Svo fóru þau út, og þá var eiginlega ekkert eftir nema bankarnir sem héldu uppi hlutabréfavísitölunni í hæstu hæðum með alls kyns brellum.

Svo féll á endanum allt með brauki og bramli, það var engin innistæða fyrir neinu af þessu.

Maður sér sums staðar talað um ofsóknir á hendur bankamönnunum sem sæta rannsókn. En þá er það að athuga að markaðsmisnotkun af þessu tagi er býsna alvarlegur glæpur. Hún er notuð til að búa til fölsk verðmæti og til að féfletta fólk – eins og koma á daginn þegar íslenska fjármálakerfið hrundi.

Það er talað um að endurvekja íslenskan hlutabréfamarkað – og maður heyrir kvartað yfir því að það gangi erfiðlega meðal annars vegna gjaldeyrishafta og skattaumhverfis. Það hlýtur þó að skipta aðalmáli að Íslendingar treysta ekki innlendum hlutabréfamarkaði – hví ættu þeir að gera það? Það væri eiginlega kraftaverk ef hægt væri að byggja upp traust á slíku fyrirbæri á sirka aldarfjórðungi.

Eitt af þeim fyrirtækjum sem stendur til að setja á hlutabréfamarkað er Hagar – en þá er búið að gefa handvöldum fjárfestum forskot á alla hina. Ekki vekur það traust.

Svo má reyndar spyrja varðandi Haga – þetta er verslunarveldi sem hefur haft einokunarstöðu á markaði hér. Það hefur margsinnis verið talað um nauðsyn þess að leysa upp félagið í núverandi mynd – og hefði í raun verið upplagt að gera það eftir hrunið. Það er þó örugglega ekki vilji bankans sem tók yfir félagið af Baugi. Því er haldið áfram – það er reynt að hafa business as usual.

En þegar félög eru sett á hlutabréfamarkað er það yfirleitt í þeirri trú og von að þau muni stækka og eflast – þannig bera hluthafarnir eitthvað úr býtum. En er virkilega vilji til þess að Hagar verði stærri en þeir eru?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla