fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Kúgun og formyrkvan í Norður Kóreu

Egill Helgason
Mánudaginn 19. desember 2011 07:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður er eiginlega ekki alveg viss hvort Norður-Kórea, þetta furðulega alræðisríki, sé til.

Þegar horft er á heiminn utan úr geimi að næturþeli sést eiginlega bara svartur blettur þar sem landið á að vera, löndin í kring eru raflýst, en ekki Norður-Kórea.

Yfir öllum fréttum af Norður-Kóreu er sérstæður óraunveruleikablær.

Nú er sagt að Kim Jong-Il, sonur Kims Il-sung, sé dáinn. Arftaki hans mun vera sonur hans Kim Jong-un. Þó er talið að einhver valdabarátta gæti farið fram innan hersins og forystu kommúnistaflokksins.

Liklega mun fólk halda áfram að svelta í þessu einu af síðustu kommúnistaríkjum heimsins, það heldur áfram að ota kjarnorkuvopnum, heilaþvotturinn heldur áfram og kúgunin.

En einhvern veginn finnst manni samt að þetta geti ekki varað að eilífu – en kúgunin þarna virðist hafa náð einhverju hástigi sem hefur vart þekkst áður, formyrkvan sem á fáar hliðstæður, þar sem kúgunin er eins og runnin í merg og bein og er orðin eins og annað eðli íbúanna. Þar sem allir eru alltaf á verði, gagnvart öðru fólki og líka gagnvart sjálfum sér.

Gervihnattamynd af Norður-Kóreu og Suður-Kóreu um nótt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu