fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Fólksflutningar og gósenlandið Noregur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 14. desember 2011 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk leitar alls staðar að til að vinna í Noregi. Það hefur til dæmis verið mjög áberandi að ungir Svíar fara til Noregs að vinna – það er mikið atvinnuleysi meðal ungs fólks í Svíþjóð.

Noregur er furðulegur staður, það væri eins á komið fyrir Noregi og öðrum löndum ef þeir hefðu ekki olíuna. Noregur var lengi meðal hinna snauðari Norðurlanda. En vegna olíunnar eru Norðmenn líkt og utan og ofan við hagkerfi heimsins.

Við deilum sameiginlegum vinnumarkaði með Noregi. Einn tilgangurinn með sameiginlegum vinnumarkaði er sá að fólk geti fært sig á milli þegar atvinna er lítil á einum stað.

Við erum annars vegar með vellauðugt land þar sem drýpur smjör af hverju strái og hins vegar með land sem er í alvarlegum kröggum, opin landamæri – þetta er uppskrift að fólksflutningum.

Það var algjörlega fyrirsjáanlegt að Íslendingar færu að flytja til Noregs þegar efnahagslífið hér hrundi. Það má jafnvel furða sig á að fólksflutningarnir hafi ekki verið meiri – ef miðað er við stærð efnahagshamfaranna og algjört hrun greina eins og til dæmis byggingamarkaðarins.

Íslendingar reyndu fyrir hrun að keppa við aðrar þjóðir í lífskjörum, aðallega með því taka nógu stór og mikil lán. Það kom beint í hausinn á okkur aftur. Það eru flestir stórskuldugir á Ísland, einstaklingar, fyrirtæki, ríkið. Það mun taka langan tíma að greiða úr þeirri flækju.

Það er hægt að koma í veg fyrir þessa fólksflutninga með tvennum hætti, annað hvort að loka landamærunum eða með því að tryggja að lífskjör hér verði sambærileg við það sem gerist í hinu moldríka og miklu fjölmennara nágrannalandi – þar sem eru mun meiri tækifæri en hér. Nú, þremur árum eftir hrun, er býsna langt í það það gerist – og í raun er til lítils að bölsótast yfir þessum fólksflutningum.

Og, eins og ég segi, við erum ekki ein um að leita til þessa gósenlands.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu