fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Bóksalaverðlaun, Vilborg og Napóleon

Egill Helgason
Miðvikudaginn 14. desember 2011 00:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni í kvöld kynnum niðurstöður í vali bóksala á bestu bókum þessarar vertíðar. Bóksalaverðlaununum hefur verið úthlutað síðustu tólf ár – og skiptast þau í nokkra flokka.

Við fjöllum við um ævisögu Vilborgar Dagbjartsdóttur sem nefnist Úr þagnarhyl. Þar segir Vilborg frá gleði og sorgum á merkilegri ævi, missi systkina, þegar hún var send að heiman barn, kennslu við Austurbæjarskólann, því að vera einstæð móðir á sjötta áratugnum, kvenréttindabaráttu, pólitísku starfi, skáldskap og sambúðinni við Þorgeir Þorgeirson.

Herman Lindqvist er Svíi og mikill metsöluhöfundur. Bókaflokkur hans um sögu Svíþjóðar seldist í ellefu  milljón bindum og nú er komin út á íslensku annað metsöluverk eftir hann – bókin fjallar um sjálfan Napóleon Bonaparte, keisara Frakklands, manninn sem dreifði hugsjónum byltingarinnar en sveik þær svo á altari metnaðar síns. Lindqvist er gestur í þættinum, en hann var áður stríðsfréttaritari – var til dæmis handtekinn af Rauðu khmerunum þegar þeir lögðu undir sig Kambódíu.

Hrafn Jökulsson segir frá útgáfu á safni með greinum eftir frænda hans, Braga Kristjónsson – en þar er einnig að finna valin atriði úr Kiljunni á diski.

Kolbrún Bergþórsdóttir og Páll Baldvin Baldvinsson ræða um þrjár bækur: Landnám, ævisögu Gunnars Gunnarssonar, eftir Jón Yngva Jóhannsson, Ingibjörgu eftir Margréti Gunnarsdóttur, en hún fjallar um Ingibjörgu Einarsdóttur, eiginkonu Jóns Sigurðssonar forseta, og skáldsöguna Gestakomur í Sauðlauksdal eftir Sölva Björn Sigurðsson.

Og Bragi sjálfur er á sínum stað í lok þáttarins.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu