Nú hefur verið ákveðið að Icesavemálið fari fyrir EFTA-dómstólinn. Icesave hefur einstakt lag á að skjóta upp kollinum um jólin.
Maður sér víða á netinu að hlakkar í mönnum yfir þessu – það er einhvers konar „sagði ég ekki“ viðhorf.
Efnahags- og viðskiptaráðherra var í viðtali í Silfri Egils fyrir viku og taldi að Íslendingar ættu ekkert að borga umfram það sem er að fara út úr þrotabúi Landsbankans.
Málaferli fyrir þessum dómstóli verða sjálfsagt forvitnileg – en í ljósi þess hvernig ástandið er á bankakerfinu í Evrópu væri í meira lagi sérkennileg niðurstaða ef dómur félli á þann veg að af því hlytist tjón fyrir íslenska ríkið.