fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Maður ársins

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. desember 2011 18:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég held það sé varla spurning að maður ársins á Íslandi er Guðni Th. Jóhannesson forseti. Í upphafi árs var hann sagnfræðingur sem fékkst við ritstörf, vel kynntur sem slíkur, en ekki þjóðfrægur á neinn hátt. Framboð hans var óvænt, það var ekki fyrr en með vorinu að hann var nefndur til sögunnar. Nafn hans var ekki í umræðunni fyrr. Guðni kom, sá og sigraði í forsetakosningunum. Þjóðin vissi ekki vel hvað hún vildi í kosningunum, en það kom í ljós að Guðni var það sem hún leitaði að. Hið hálfa ár sem er liðið síðan þá hefur staðfest þetta.

Síðan hann tók við embætti hefur Guðni unnið hug og hjarta landsmanna. Þeir eru langflestir hæstánægðir með störf hans, ánægja með forseta hefur aldrei mælst meiri. Guðni talar fyrir mannúð og frjálslyndi – orðsending hans til Donalds Trump var listilega saman sett, en þar áréttaði hann þessi gildi. Maður óttast ekki að Guðni fari að gera sér dælt við einræðisherra og harðstjóra.

Guðni setur sig ekki á háan hest, talar ekki niður til fólks, manni finnst ekki örla á snobbi í fari hans. Hann kemur fram af meiri einlægni og lítillæti en sumir fyrri forsetar. En um leið er ljóst að hann nýtur starfsins, finnur sig vel í því. Hann virkar heill og sannur – og maður vildi að fleiri stjórnmálamenn væru eins og hann.

Og þjóðin er til í að umbera þótt hann komi fram í skræpóttum sokkum og með buff á höfði.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum
Maður ársins

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða