fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Hugsjónin um að evran hrynji?

Egill Helgason
Laugardaginn 10. desember 2011 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hægt að færa mörg góð rök fyrir því að Ísland gangi ekki í Evrópusambandið.

Og á þeim tímum sem við lifum er nánast öruggt að aðildarumsókn verður ekki samþykkt. Eins og ég hef áður sagt eru aðildarviðræðurnar nánast orðin akademísk æfing.

En sums staðar brýst andúðin á Evrópusambandinu á nokkuð ofsafenginn hátt.

Eins og til dæmis þegar Styrmir Gunnarsson ávítar Árna Þór Sigurðsson, þingmann VG, fyrir að segjast vona að evran komist „í gegnum þennan brimskafl“. Styrmir spyr hvort það sé hugsjón VG að evran bjargist?

En Árni vonar semsagt að evran hrynji ekki.

Það er nokkuð skiljanlegt. Hrun evrunnar gæti leitt mjög alvarlega kreppu yfir Evrópu og jafnvel heimsbyggðina. Við Íslendingar færum ekki varhluta af því. Markaður fyrir útflutningsvörur okkar myndi skreppa saman.

Er það þá hugsjón Styrmis og samherja hans að evran hrynji?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina