fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Hugað fólk í Rússlandi

Egill Helgason
Laugardaginn 10. desember 2011 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá sem kemur til Rússlands furðar sig á því hvað þjóðin er seinþreytt til vandræða. Manni koma í hug orð eins og sinnuleysi og doði.

Já – og vodka.

Það tekur langan tíma að laga sárin eftir kommúnistatímann – þegar hugarfarsspilling og lygar urðu norm í samfélaginu.

En nú gengu Vladimír Pútín og klíkan sem fylgir honum að málum aðeins of langt. Upppvíst hefur orðið um stórfelld kosningasvik – Mikhail Gorbatsjov segir að réttast væri að endurtaka kosningarnar í heild sinni. Allir vita að kosningarnar voru ekki frjálsar né réttlátar.

Það er bara spurning hvað Rússar sætta sig við.

Maður dáist að kjarki þeirra sem þora að fara út á göturnar að mótmæla. Það má búast við því að þeir verði ofsóttir á ýmsan hátt í því samblandi lögreglu- og mafíu- og auðræðis sem ríkir í landinu.

Það er búið að handtaka þúsund manns, þar á meðal andspyrnuforingjann Andrei Navalnij.

Það er spurning hvaða áhrif þetta kann að hafa á Pútín og lepp hans Medjedev – svo fjölmenn mótmæli hafa ekki verið í Rússlandi síðan kommúnisminn féll 1990.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu