fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Að stilla geðið

Egill Helgason
Laugardaginn 10. desember 2011 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég setti inn litla færslu á Facebook í dag um að maður væri í sálarháska í hvert sinn sem maður fer þangað inn.

Vegna reiðinnar, upphrópananna og móðursýkinnar sem oft ræður ríkjum þar inni. Þetta er eins og að stíga inn í svart skammdegi.

Upphaflega var Facebook eins og samkvæmisleikur, maður náði sambandi við gamla vini, flestir voru að skrifa eitthvað þokkalega jákvætt – núna er þetta allt uppfullt af sjáfvirkri hneykslan.

Það sagði við mig góð kona að Útvarp Saga væri að fara með sálarlíf gamla fólksins, en Facebook þeirra sem yngri eru,

Ég viðurkenni að ég er einkum að hugsa um þetta Gilzeneggermál sem kom upp í liðinni viku – og tröllreið fljótt allri umræðu á netinu.

En málin eru miklu fleiri, þau ganga bara svo hratt yfir.

Varðandi Gilzeneggermálið þá hefur reiðin aðallega beinst að vefmiðlinum Pressunni vegna umdeildrar myndbirtingar. Það voru ljót mistök og sem eiga eftir að fylgja þessum fjölmiðli langa hríð.

En myndin var fjarlægð eftir stutta hríð – reyndar hafði andlit brotaþolans verið skyggt og sett úr fókus – og það hefur tvívegis verið beðist afsökunar.

Samt er í gangi ofstækisfull herferð sem beinist að því að koma þessum fjölmiðli – og öllum fjölmiðlum sem tiheyra þessu fyrirtæki (þar á meðal Eyjunni) á kné. Markmiðið er einfaldlega að ganga af þeim dauðum.

Til þess er notaðar tvær aðferðir, fólk er hvatt til að sniðganga þessa miðla – og hins vegar er haft samband við auglýsendur og þeim uppálagt að hætta að auglýsa á þeim. Það getur verið erfitt fyrir þá sem auglýsa að standast svona þvingunaraðgerðir.

Fyrirtækið hefur brugðist við með því að hóta málssókn á hendur þeim sem standa fyrir þessu – meðal annars gegn ritara Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.

Það er misráðið, slík málsókn hefur ekkert upp á sig og í því fjölmiðlaumhverfi sem við búum ber hún einungis vott um veikleika og óðagot. Ég hef heldur ekki mikla trú á að af þessari málsókn verði.

En á móti álít ég að þeim sem standa fyrir þessari herferð sé sæmst að taka afsökunarbeiðnir til greina og stilla aðeins geð sitt.

Það eru fáir sem hafa sóma af því hvernig þeir hafa látið í þessu sorgarmáli. Fyrstu og stærstu mistökin voru að fara að ætla að útkjá það á vefsíðum, bloggi og Facebook.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu