fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Sweet Baby James

Egill Helgason
Föstudaginn 9. desember 2011 23:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var tilkynnt í dag að söngvarinn og lagahöfundurinn James Taylor myndi spila í Hörpunni á næsta ári.

James Taylor var einna fremstur í flokki þeirra sem kölluðust singers/songwriters á árunum upp úr 1970.

Á íslensku eigum við hið ágæta orð söngvaskáld.

Taylor hefur samið mörg framúrskarandi lög. Það sem hér fylgir hefur lengi verið eitt af uppáhaldslögunum mínum – Sweet Baby James.

Í þessari upptöku útskýrir Taylor tilurð lagsins, þessa skrýtnu blöndu af kúrekasöng sem síðar umhverfist í fagra vetrarmynd af Nýja Englandi.

Hann segist hafa samið lagið um lítinn frænda sinn sem var líka skírður James – hann taldi að kúrekavögguvísa myndi henta best – þegar hann var á leiðinni frá Massachusetts til Norður-Karólínu.

Textann má finna hérna – hann er sérlega fallegur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu