Í nýrri bók segir Óli Björn Kárason frá því hvernig dómsvaldið var úti að aka í Baugsmálinu. Hann hefur áhyggjur af því að dómar sem þá voru felldir hafi verið eins og grænt ljós á það sem síðar kom í fjármálalífinu.
Nú hrósar Jón Ásgeir Jóhannesson sigri vegna þess að hann var sakfelldur en refsingu frestað í ár í skattamáli Baugs. Hann segir að nú sé Baugsmálinu lokið.
En allt fjármálamisferlið sem nú er verið að rannsaka er að nokkru leyti beint framhald Baugsmála. Það má segja að Baugsmálið hafi verið eins konar forsýning. Um daginn voru til dæmis hnepptir í gæsluvarðhald nokkrir stjórnendur Glitnis – bankans þar sem Jón Ásgeir réð lögum og lofum.
Ef marka má Óla Björn þarf að hafa áhyggjur af dómsstólunum – það er spurning hvað þeir hafa lært á tíma Baugsmálsins.