fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Úrsögn Ingibjargar Sólrúnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. desember 2011 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt ef satt er að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sé búin að segja sig úr Samfylkingunni – sjáfur fyrrverandi formaður flokksins og í rauninni stærsta nafnið í sögu hans. DV skýrir frá þessu. Maður bíður frekari frétta.

Það er þó erfitt að trúa því að það sé vegna einhvers námskeiðs sem Jón Baldvin Hannibalsson er að fara að halda. Jón Baldvin er hvarf frá virkri þátttöku í stjórnmálum fyrir mörgum árum og hann hefur enga sérstaka valdastöðu innan flokksins. Milli hans og formannsins, Jóhönnu Sigurðardóttur, er lítil vinátta – áhrif hans eru ekki mikil.

Þess er þá að gæta að Ingibjörg Sólrún var nánast einráð í flokknum á árunum frá 2005 til 2008. Hugmyndum hennar var fylgt í nánast einu og öllu. Það endaði ekki vel og hún þurfti að segja af sér eftir hrunið – átti þá reyndar við veikindi að stríða. En hún hefði þurft að hverfa frá þrátt fyrir þau.

Nú er hún komin til Afganistan í hjálparstarf. Hún starfar þar fyrir UN Women á tíma þegar hagur kvenna er að versna aftur og herir vestursins eru að leita leiða til að tygja sig brott. Þetta er varla auðvelt verkefni – og það ber vott um hugrekki að takast það á hendur. Hins vegar er ekki víst að það sé jafn mikil reisn yfir því að yfirgefa flokk sem Ingibjörg sjálf teymdi út í ógöngur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru