fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Hinir ríku eru öðruvísi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. desember 2011 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vitnað í orð F. Scotts Fitzgerald sem skrifaði:

„Let me tell you about the very rich. They are different from you and me.“

Fitzgerald skrifaði þetta 1926, þegar mikil auðæfi söfnuðust á fáar hendur. En þá var líka stutt í hrun.

Kannski lifum við ekki ósvipaða tíma. Hinir ríku verða ríkari, ójöfnuður eykst – og það sem er furðulegt, því er í raun ekki svo mikið mótmælt og það er heldur ekki svo mikið gert í því.

Það er þrengt að millistéttinni á Vesturlöndum. Hún reyndi að fleyta sér áfram á lánsfé meðan það var í boði – það endaði ekki vel. Þegar kemur kreppa er millistéttin kreist, það er hún sem þarf að bera byrðina vegna niðurskurðar.. Hinir ofurríku eiga hins vegar litla þjóðhollustu og flytja fé sitt milli landa.  Hinir fátæku sitja svo eftir – tennurnar hafa víðast hvar verið dregnar úr verkalýðshreyfingunni.

Borgir eins og London, París, New York og Moskva eru samanstaðir ofurríks fólks víða úr heiminum. Þar eru hótel þar sem herbergi kosta mörg hundruð þúsund krónur nóttin. Þar eru búðir  með lúxusvarningi, úrum, skartgripum, handtöskum og fatnaði sem kosta ótrúlegar upphæðir  – eftirspurnin eftir rándýrum varningi dregst ekki saman þótt sé kreppa.

Þetta er heimur út af fyrir sig. Hinir ríku eru öðruvísi – eins og Fitzgerald skrifaði.

F. Scott Fitzgerald skrifaði mikið um ríka fólkið á árunum eftir fyrri heimstyrjöldina, þar á meðal The Great Gatsby sem varð eins konar tákn þessa tíma. Hér er hann ásamt eiginkonunni Zeldu og dótturinni sem var kölluð Scottie.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru